ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Eldri fréttir

Framtíð úrgangsmála

Framtíð úrgangsmála í Reykjavík verður í brennidepli á kynningarfundi um aðgerðaáætlun í málaflokknum 23. júní á Kjarvalsstöðum kl. 20, þar sem leitað verður eftir áliti borgarbúa.

Reykjavíkurborg óskar eftir umsögnum um drög að aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík og leitar eftir áliti borgarbúa, fyrirtækja og annarra áhugasamra. Áætlunin mun gilda fyrir árin 2015 – 2020 og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu og endurvinnslu. Sérstök áhersla er lögð á val íbúa á þjónustustigi í tillögunum.

Reykjavíkurborg heldur af þessu tilefni opinn fund á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 23. júní kl. 20. Kynntar verða 42 aðgerðir, tíu leiðarljós og meginlínur um þjónustu grenndarstöðva sem verða til hliðsjónar við ákvarðanatöku um úrgangsmál í sveitarfélaginu. Allar ábendingar og tillögur um það sem betur mætti fara í áherslum borgarinnar til ársins 2020 í þessum mikilvæga málaflokki eru vel þegnar.

23. júní 2015

Grettisgata 9A og 9B

Á fundi stjórnar Íbúasamtakanna 2. mars s.l. voru gerðar athugsemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grettisgötu 9A og 9B

Meira

8. desember 2014

Fundaröð með Hjálmari Sveinssyni

Hvað gerir borg að góðum stað til að búa á? Eykur skipulag og umhverfi Reykjavíkur líkur á því að íbúarnir verði hamingjusamir? Er svarið falið í góðu aðgengi að útivist og grænum svæðum, menningu eða verslun og þjónustu?

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundarröð með Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs um þróun og mótun borgarinnar. Fundirnir eru haldnir klukkan 20.00 á Kjarvalsstöðum á Klambratúni og verður kaffihúsið opið og eru allir velkomnir. Næsti fundur er þriðjudaginn 10. febrúar 2015 þar sem spurt verður:

Yfirskrift fundaraðarinnar er Heimkynni okkar, borgin. Hugmyndin er að færa umræðu um skipulagsmál í vítt og breitt samhengi. Leitað verður eftir gagnrýnni og hressilegri umræðu þar sem ólík sjónarmið og reynsluheimar mætast á málefnalegum grunni.

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi, Anna María Bogadóttir arkitekt, Sigrún Helga Lund doktor í tölfræði og Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði verða með áhugaverðar framsögur á fundinum.

Fundurinn er sá fjórði í röðinni. Fyrsti fundurinn hét Hver á borgina? Annar fundurinn fjallaði um hvort borgin væri heilsusamlegur staður. Þriðji fundurinn var með yfirskriftina: Á að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru allir vel sóttir.

5. febrúar 2015

Opnunarhátíð Spennistöðvarinnar

Verið velkomin á opnunarhátíð Spennistöðvarinnar, nýrrar félags- og menningarmiðstöðvar í Miðborginni, föstudaginn 28. nóvember kl. 17 – 19. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertson flytur ávarp, núverandi og fyrrverandi nemendur Austurbæjarskóla standa fyrir skemmtilegri dagskrá og boðið verður upp á veitingar.

Spennistöðin er á Barónsstíg 32, áföst við Austurbæjarskóla að sunnanverðu, og er henni ætlað að verða félags- og menningarmiðstöð íbúa Miðborgarinnar, fjölnotarými til kennslu í Austurbæjarskóla og aðsetur félagsmiðstöðvarinnar 100og1.

Við vonumst til að sjá sem flesta, með kærri kveðju
Húsráð Spennistöðvarinnar

24. nóvember 2014

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar verður haldinn þriðjudaginn 9. desember kl. 20 á efri hæðinni í Iðnó.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Sérstakir gestir eru Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg höfundar bókarinnar Reykjavík sem ekki varð en hún fjallar um skipulagshugmyndir í Reykjavík sem ekki rættust eins og til dæmis háborg íslenskrar menningar Guðjóns Samúelssonar á Skólavörðuholti en myndin hér fyrir ofan sýnir hugmynd hans um hana.

17. nóvember 2014

Spennistöðin afhent

Þann 1. október var skóla- og frístundasviði afhent Spennistöðin við Austurbæjarskóla en hún er framtíðar félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar auk þess að vera fjölnota rými fyrir Austurbæjarskóla en skortur er á slíku rými við þennan ágæta skóla. Borgarráð samþykkti stofnun Spennistöðvarinnar þann 17. september og fer bókun ráðsins hér á eftir:

"Borgarráð samþykkir stofnun Spennistöðvarinnar, félags- og menningarmiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur, í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar að Barónsstíg 32a. Skóla- og frístundasvið fái húsið til umsýslu þann 1. október nk., hafi yfirumsjón með rekstri þess og sjái um að nýting fari fram með viðunandi hætti. Húsnæðið verði nýtt undir kennslu fyrri part dags en undir félagsmiðstöð seinni hluta dags og nokkur kvöld í viku. Utan þess tíma yrði húsið laust til notkunar fyrir íbúa og félagasamtök til að efla menningar- og félagsstarf í miðborginni.

Skóla- og frístundasviði verði falið að boða til stofnfundar húsráðs sem skipað verði til tveggja ára í tilraunaskyni og hafi það hlutverk að skipuleggja notkun hússins þann tíma sem það er ekki nýtt í skólastarfi. Húsráð verði skipað þeim aðilum sem komið hafa að mótun Spennistöðvarinnar og skal það taka mið af skýrslu um Spennistöðina frá júní 2013 við skipulagningu á því starfi sem fram fer í húsinu. Skóla- og frístundasvið skili skýrslu um verkefnið að tveimur árum loknum. Útgjaldaauki SFS vegna þessa nemur 1,8 m.kr. vegna innri leigu og 600 þ.kr. vegna orku- og ræstingakostnaðar sem verður fjármagnaður af ófyrirséðu við endurskoðun fjárhagsáætlunar (viðauki). Útgjaldaauka vegna 2015 er vísað til undirbúnings fjárhagsáætlunar vegna 2015.  Greinargerð fylgir tillögunni.  Jafnframt eru lögð fram að nýju drög að stefnu Spennistöðvarinnar, umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 11. ágúst 2014, umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2014, og skýrsla um Spennistöðina, dags. í júní 2013. R14050146 Samþykkt."

5. október 2014

Álit umboðsmanns borgarbúa

Hinn 13. mars 2013 sendu Íbúasamtök Miðborgar borgarráði erindi þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort borgarráð hygðist endurnýja styrktarsamning við hagsmunasamtökin Miðborgin okkar en samningurinn rann út þann 31. desember 2012. Með erindi samtakanna var einnig óskað upplýsinga um hvort og þá hvaða lagaheimildir lægju til greiðslu úr Bílastæðasjóði Reykjavíkur til einkarekinna félaga. Svör við þessu erindi Íbúasamtakanna bárust seint og þóttu stjórninni þau vera það óskýr að ástæða væri til að leita álits umboðsmanns borgarbúa á þessu máli og barst álit hans þann 10. janúar sl.

Bréfaskipti vegna styrkja til Miðborgarinnar okkar

Álit umboðsmanns -Pdf-skjal

24. janúar 2014

Viðtal við formann Íbúasamtakanna

Í hverfisblaðinu Miðborg og Hlíðar í janúar er viðtal við Sverri Þórarinn Sverrisson formann Íbúasamtaka Miðborgar.

Hverfisblaðið -Pdf-skjal

24. janúar 2014

Kröfuganga og mótmæli

Foreldrafélag og Nemendaráð Austurbæjarskóla og Íbúasamtök Miðborgar efna til kröfugöngu frá Skólavörðuholti fimmtudaginn 28. nóvember kl. 9:30. Gengið verður að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem er seinagangi borgaryfirvalda við að hefja framkvæmdir við Spennistöðina, félags- og menningarmiðstöð Miðborgarinnar við Austurbæjarskóla verður mótmælt og farið fram á það að fjárveiting næsta árs til Spennistöðvarinnar verði hækkuð svo hægt verði að taka hana í notkun sem fyrst.

Sverrir Þ. Sverrisson formaður Íbúasamtaka Miðborgar og þau Eyja Sigríður Gunnlaugsdóttir og Jónatan Viktor Önnuson sem eru nemendur í Austurbæjarskóla. voru viðtali í dag í síðdegisútvarpi Rásar 2 um þetta mál.

Viðtal á Rás 2

27. nóvember 2013

Aðstaða barna og unglinga

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar hefur sent Borgarráði bréf til að vekja máls á óásættanlegum aðstæðum barna og unglinga við Austurbæjarskóla

Meira

15. nóvember 2013

Aðalfundur 2013

Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar verður haldinn í Iðnó, efri hæð, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Guðjón Friðriksson sagnfræðingum deila fróðleik sínum um gamla austurbæinn með fundargestum.

Íbúar Miðborgarinnar eru allir félagar í Íbúasamtökunum og vill stjórn þeirra hvetja þá til að mæta og hafa áhrif á starf samtakanna.

11. nóvember 2013

Aðalskipulag 2010 - 2030

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar hefur gert athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 um hæð húsa við Reykjavíkurhöfn og rýmkun heimilda til að reka veitingahús í flokki III í Miðborginni.

Meira

15. nóvember 2013

Sverrir Þórarinn Sverrisson formaður Íbúasamtakanna var í viðtali í dag í þættinum Sjónmáli á Rás 1 um nýja Aðalskipulagið og hér má hlýða á það.

23. september 2013

Fundarboð vegna Njálsgötureits 3

Hagsmunaaðilar eru hér með boðnir á fund miðvikudaginn 12. maí 2013, kl. 16:15. Fundurinn verður haldinn í bíósal Austurbæjarskóla. Þar verða kynnt drög að nýrri tillögu og tillagan rædd.

Ef íbúar og hagsmunaaðilar eru með ábendingar eða athugasemdir skal senda þær á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 19.júní 2013.

11. júní 2013

Deiliskipulag Njálsgötureits 3

Forkynning fyrir íbúum- og öðrum hagsmunaaðilum á tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits 3 sem markast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg er hafin. Árið 2007 var unnið deiliskipulag að reitnum og var það samþykkt í borgarráði 21. júní 2007. Deiliskipulagið var kært til úrskurðarnefndar skipulagsmála og síðan fellt úr gildi í janúar 2010. Fljótlega var hafist handa við að vinna nýja deiliskipulagstillögu og var tillagan auglýst í júlí til október 2010.

Vegna athugasemda sem bárust var tillagan ekki samþykkt en unnið hefur verið að nýrri deiliskipulagstillögu fyrir reitinn og liggur nú fyrir tillaga sem var kynnt umhverfis- og skipulagsráði þann 22. maí.2013. Ráðið samþykkti að forkynna tillöguna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.Kynningin stendur frá 5. júní til og með 19. júní 2013. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á heimasíðu umhverfis- og skipulagssviðs. Ef íbúar og hagsmunaaðilar eru með ábendingar eða athugasemdir skal senda þær á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 19. júní 2013.

6. júní 2013

Hverfisblaðið í maí

Maíblað hverfisblaðsins Miðborg og Hlíðar er komið út. Það má sækja hér á pdf-formi

28. maí 2013

Íbúafundur um Betri hverfi

Verkefnishópur Miðborgar boðar til framhaldsfundar í Ráðhúsinu, mánudaginn 25. febrúar kl. 17.00. Farið verður yfir þau verkefni sem komin eru í pottinn og þau m.a. skoðuð með tilliti til fjölda, fjölbreytni og dreifingar um hverfið. Stefnt er að því að bjóða upp á allt að 30 verkefni í hverfinu við rafræna kosningu í mars og því um að gera að láta sjá sig og setja fram skoðanir og ábendingar.

Íbúar í Miðborginni. Síðast var megn óánægja með þá valkosti sem fagteymið bauð okkur að kjósa um í Betri hverfum. Mætum öll í Ráðhúsið á mánudag og tryggjum það að það verði kosið um verkefni sem gagnast okkur íbúunum.

20. febrúar 2013

Betra íbúahverfi í miðborginni

Frestur til að skila hugmyndum og tillögum í Betri Reykjavík rennur út 15. febrúar nk. Ása Hauksdóttir, íbúi í miðborginni með barn, mann , hund og kött hvetur miðborgarbúa til að koma hugmyndum á framfæri varðandi aðbúnað og lífskilyrði í nærumhverfi okkar, tillögum að verkefnum sem gagnast íbúunum.

Meira

7. febrúar 2013

Spennistöðin - Félags- og menningarmiðstöð

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 21. nóvember erindi af Betri Reykjavík um að á næsta ári verði hafist handa við að breyta fyrrum spennistöð Orkuveitunnar við Austurbæjarskóla í félags- og menningarmiðstöð fyrir börn og unglinga og aðra íbúa hverfisins. Í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að 20 milljónum króna verði varið til þessa verkefnis.

Meira

27. desember 2012

Ný byggingarreglugerð – húsvernd

Magnús Skúlason arkítekt og formaður Íbúasamtaka Miðborgar hefur ritað grein um ákvæði um húsvernd í nýrri byggingarreglugerð.

Lesið grein Magnúsar: Ný byggingarreglugerð – húsvernd

27. desember 2012

Spennistöðin efst í Betri Reykjavík

Hugmyndin um félags og menningarmiðstöð í spennistöð OR við Austurbæjarskóla varð í efsta sæti á Betri Reykjavík og er því farin í ferli hjá skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Íbúasamtökin tóku þátt í vinnu starfshóps um að koma miðstöðinni á fót ásamt fulltrúum frá Austurbæjarskóla, Foreldrafélagi Austurbæjarskóla, Kampi, ÍTR og Framkvæmda- og Menntasviði Reykjavíkurborgar. Tillaga starfshópsins er hér á Word-formi

16. nóvember 2012

Hávaði frá veitingastöðum

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar hefur farið fram á samstarf við Félag kráareigenda og Hverfisráð Miðborgar til að reyna að minnka hávaða frá gestumn veitingastaðanna sem eru utandyra, í röðum eða reykjandi.

Meira

16. nóvember 2012

Frumvarp um verndun sögulegrar byggðar

Mörður Árnason hefur lagt fram frumvarp á alþingi ásamt sjö öðrum þingmönnum í þeirri þingnefnd sem fjallar um skipulagsmál. Þar er lagt til að sveitarstjórnirnar geti skilgreint svæði sem sögulega byggð í skipulaginu, og um slík svæði gildi síðan sú regla að fasteignareigandi á því aðeins rétt á skaðabótum vegna breytinga á skipulagi að hann hafi fengið byggingarleyfi fyrir tiltekinni framkvæmd, sem ekki passar við nýja skipulagið. Í grein á vefnum segir Mörður að söguleg byggð skipti alla máli og eigi að hafa lagalega sérstöðu.

Lesið grein Marðar: Staðirnir sem tengja okkur.

16. nóvember 2012

Glæpabælið 101 Reykjavík

Lögreglan hefur undanfarin ár fært hvern einasta glæp sem framinn er á Íslandi inn á rafrænt glæpakort. Slík glæpakort eru notuð víða um heim og gjarnan eru þau aðgengileg almenningi á netinu. Á íslenska glæpakortinu sem birtist núlega kemur í ljós að langflestir glæpir eru framdir í Miðborg Reykjavíkur bæði ofbeldisbrot og þjófnaðir.

Sjónvarpsþátturinn Landinn á RÚV fjallaði nýlega um þetta mál og hér er myndbrot úr þættinum.

16. nóvember 2012

Vefur Íbúasamtakanna endurnýjaður

Vefur Íbúasamtakanna hefur nú fengið anlitslyftingu og er það von okkar að með þessari breytingu nýtist hann samtökunum og íbúunum betur. Við viljum hvetja fólk til að senda vefstjóra greinar, fréttir og ábendingar um áhugavert efni þar sem fjallað er um málefni Miðborgarinnar eða önnur mál sem tengjast hagsmunum þeirra sem þar búa.

16. nóvember 2012

 




Íbúar í Miðborg Reykjavíkur geta haft áhrif á nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar

Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að leita til íbúa borgarinnar vegna undirbúnings að nýju aðalskipulagi 2010 til 2030.

Fundur með íbúum Miðborgar verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 26. nóvember 2009 kl. 17:00 til 18:30.

Við hvetjum alla íbúa Miðborgar Reykjavíkur til þess að koma og taka þátt.

Þetta er ykkar borg - ykkar hverfi - ykkar hagsmunir.

  • Umræður um skipulag í hverfinu þínu - vinnuhópar
  • Hugmyndasmiðja - hugmynda- og teiknivinna með arkitektum
  • Vinnusmiðja fyrir börnin með Myndlistaskóla Reykjavíkur. Engin ástæða til að komast ekki vegna barnanna.

Formaður skipulagsráðs, aðrir ráðsmenn og embættismenn borgarinnar halda utan um og stýra fundinum.

Fundurinn er opinn öllum íbúum Miðborgar.







Fréttatilkynning frá stjórn Íbúasamtaka miðborgar

Þann 28. nóvember 2008 var formanni skipulagsráðs færður undirskriftalisti gegn niðurrifi húsa við Laugaveg ásamt nýlegri samþykkt stjórnar Íbúasamtaka miðborgar.

Sækja fréttatilkynningu í pdf


Aðalfundur Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur 2008

Fyrsti aðalfundur Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur í Iðnó í dag kl. 20:00

Ný stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur verður kjörin á fyrsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður í Iðnó í dag,

miðvikudag 19.nóvember kl.20.00.

Eva María Jónsdóttir kynnir skýrslu fráfarandi stjórnar á fundinum, en hún lætur jafnframt af störfum sem formaður samtakanna.

Tekið verður við framboðum til stjórnar á fundinum.

Íbúar í miðborginni eru hvattir til að mæta á aðalfundinn og láta að sér kveða um sameiginleg hagsmunamál.

Framsögumaður verður Hjörleifur Stefánsson arkitekt og íbúi í miðbænum. Hann mun segja frá niðurstöðum starfshóps um umhverfisvernd miðbæjarins.

Á fundinum verða lagðar fram tillögur að breytingum á lögum félagsins. Áhugasamir geta kynnt sér tillögurnar Hér.

Íbúar miðborgarinnar geta gengið í samtökin með því að senda póst á stjorn@midbaerinn.is þá eru þeir sjálfkrafa komnir á póstlista samtakanna og fá eftirleiðis sendan póst um starfsemi samtakanna, fundi og félagslíf eftir því sem við á.

Íbúasamtök miðborgar voru stofnuð í mars 2008 og hafa meðal annars að markmiði að stuðla að samkennd og vera samstarfsvettvangur íbúa í hverfinu auk þess að vinna að framfara- og hagsmunamálum.

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur.


Viðhald eldri húsa - ókeypis fræðsla

Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa er á Árbæjarsafni. Þar liggur frammi fjölbreytt fræðsluefni sem kemur að gagni fyrir þá sem standa fyrir viðhaldi og endurbótum á eldri húsum.

Sérfræðingar á vegum Húsafriðunarnefndar ríkisins og Minjasafns Reykjavíkur verða með viðtalstíma í fræðslustofunni alla miðvikudaga frá kl. 16 til 18.

Einnig veita þeir ráðgjöf á sama tíma í síma 411 6333. Ráðgjöfin er endurgjaldslaus.

Að Fræðslustofunni standa Húsafriðunarnefnd ríkisins, Iðan fræðslusetur og Minjasafn Reykjavíkur.


Stofnfundur

Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur voru stofnsett á fundi í Iðnó þann 11. mars 2008. Á fundinn mættu rúmlega 100 manns. Á fundinum var kosin bráðbirgðastjórn, 7 aðalmenn og 3 varamenn.



Gömul mynd

Gamla myndin er af miðbæ Reykjavíkur fyrir aldamótin 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is