ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Betra íbúahverfi í miðborginni

Kæru nágrannar í miðborginni, nú er okkar tíminn runnin upp: Með samtakamættinum getum við komið okkar hugmyndum á framfæri varðandi aðbúnað og lífskilyrði í nærumhverfinu okkar. Já en tíminn er ansi naumur 15. febrúar, svo að nú þarf að spýta í lófana og setjast við lyklaborðið…….. OK hvað er ég að tala um? Jú ég er að tala um Betri Hverfi……hverfapottana þar sem að við eigum að hafa áhrif á hvað er gert og framkvæmt hérna hjá okkur, í hverfinu okkar, fyrir okkur íbúana.

Í fyrra fór m.a.okkar fjármagn í að laga Tjarnarbakkann og blómaker á Lækjartorgi sem er að mínu mati ekki í okkar verkahring eða á ekki að koma úr okkar peningabuddu-Hverfapotti heldur frá öllum borgurunum og borgarpottum.

Minn draumur er að við hugsum um börnin okkar og heldri borgarana í hverfinu, hvernig mætum við þeirra hag? fleiri leiksvæði, bekkir, blóm, torg innan hverfis, gufubað, samgöngur???? og þá er ég viss um að það kemur okkur öllum til góða kæru nágrannar og hverfið okkar mun blómstra og verða enn meira besta hverfið:.

Verum nú alveg brjáluð og setum hausinn á hugarflug og dælum inn hugmyndum á vef Reykjavíkurborgar og klikka á Betri hverfi og auðvitað velja MIÐBORG og síðan að styðja góðar hugmyndir í miðborg vilt og galið.

KÆRU NÁGRANNAR við höfum einungis þetta tækifæri til 15.febrúar…………………ÆTLAR ÞÚ EKKI AÐ HJÁLPA MÉR? PLEASE

Ása Hauksdóttir

Íbúi í miðborg með barn, mann , hund og kött

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hljómskálagarðinum á fjórða áratug síðustu aldar. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is