ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Kvosarskipulag frá 1987

Reykjavík, 31. júlí 2012

Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar þann 31. 7. 2012 var eftirfarandi samþykkt gerð:

Stjórn Íbúasamtaka lýsir yfir vonbrigðum með þá afstöðu Reykjavíkurborgar að halda til streitu meginþáttum Kvosarskipulags frá 1987. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu borgarinnar um að ný byggð bæti hina eldri fremur en að rýra gæði hennar, verður ekki annað séð en gengið sé á almannrými og ný hús meðal hinna eldri séu í hróplegu ósamræmi við þau vegna hæðar og umfangs. Eru þá einkum höfð í huga fyrirhuguð hús við Vallarstræti. Þá telur stjórnin að mikil eftirsjá sé af Nasasalnum eða gamla Sjálfstæðishúsinu. Stjórnin hefur efasemdir um að mikil fjölgun gistirýma muni stuðla að fjölbreytilegu og skapandi mannlífi í Miðborginni.

Stjórnin telur ljóst skipulagið frá 1987 sé úrelt og nýlega hugmyndasamkeppni ekki hagga þeirri niðurstöðu. Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að þetta skipulag miðborgarinnar sé endurskoðað með hagsmuni íbúa og almennings að leiðarljósi í stað þess að áhersla sé enn einu sinni lögð á að mæta fjárhagslegum hagsmunum lóðarhafa. Stöðug hræðsla borgaryfirvalda við bótaskyldu má ekki leiða til þess að bersýnileg skipulagsmistök séu látin standa lítt eða óhreyfð. Gera ber kröfu um lóðarhafar sýni fram á raunverulegt tjón af endurskoðuðu skipulagi, eftir atvikum fyrir dómstólum. Með því að láta skipulagið 1987 standa í verulegum atriðum óhreyft á kostnað íbúa og almennings telur stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar að meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni til lengri tíma litið.

Virðingarfyllst

fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar
Magnús Skúlason formaður

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is