ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Bókun ÍMR vegna samþykktar borgarráðs

Reykjavík, 29. janúar 2012

Borgarstjórn Reykjavíkur
b.t. Jóns Gnarr borgarstjóra
Ráðhúsinu við Tjörnina
101 Reykjavík

Efni: Athugasemd við umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna erindis Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur um framkvæmd laga og reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgarinnar hefur borist umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. janúar 2012, um erindi samtakanna til borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 16. desember 2011, varðandi framkvæmd laga og reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Stjórnin vill þakka borgarstjórn fyrir að hafa komið erindinu á framfæri við Heilbrigðiseftirlit Reykvíkur. Umsögnin kallar á eftirfarandi athugasemdir stjórnar Íbúasamtakanna:

Erindi stjórnar Íbúasamtakanna til borgarstjórnar varðar framkvæmd Heilbrigðiseftirlitis Reykjavíkur (HER) og samvinnu þess við aðrar stjórnsýslueiningar Reykvjavíkurborgar vegna ákvæða 24. gr. reglugerðar nr. 585/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gerð er athugasemd við þá stjórnsýslu HER að gefin hafi verið jákvæð umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Tjarnargötu 46 fyrir allt 14 gesti. Í umsögn HER kemur ekki fram að sérstakt mat hafi verið lagt á grenndaráhrif vegna umsóknar viðkomandi staðar. Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 24. gr. nefndrar reglugerðar skulu heilbrigðisnefndir meta grenndaráhrif einkum hljóðvist þegar sótt er um leyfi til að starfrækja gististaði eins og hér er um að ræða. Í umsögn HER kemur ekki fram að sérstakt mat hafi verið lagt á grenndaráhrif vegna ofangreinds staðar.

Í bréfi íbúasamtakanna dags. 16. desember 2011 kemur fram það álit Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur að svo virðist sem losarabragur sé á stjórnsýslu Reykjavíkurborgvið hvað varðar aðkomu að leyfisveitingum fyrir gististaði og heimagistingar. Til frekari skýringa skal hér nefnt að athugsemdir nágranna vegna fyrrgreindrar heimgistingar voru settar fram við Byggingarfulltrúa Reykjavíkur í tölvubréfi dags. 22. júli 2010 vegna þegar hafinna framkvæmda við áðurnefnt hús. Í ljósi þessa og þess að um stjórnsýslu innan sama sveitarfélag er að ræða má vænta þess að vandað hafi verið til verka við mat á grenndaráhrifum.

Stjórn Íbúasamtakanna Miðborgar Reykjvíkur fer þess á leit að HER upplýsi með hvaða hætti staðið er að mati á grenndaráhrifum þegar umsagnir eru veittar í tengslum við leyfisveitingar lögreglustjórans í Reykjavík vegna rekstrar gististaða eða heimagistingar.

Íbúasamtök Miðborgarinnar geta ekki fallast ekki á það sem fram kemur í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Borgarráðs dags. 10. janúar 2012 að aðkoma samtakanna einkennist af vanþekkingu og telur að slíkar umsagnir séu ekki málefnalegar.

Að lokum er það von samtakanna að verklag og samstarf hinn ýmsu stjórnsýslueininga Reykjvíkurborgar séu reglum og lögum samkvæmt.

Virðingarfyllst

Magnús Skúlason
formaður

Afrit: Innanríkisráðherra
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Umhverfisráðherra
Lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins
Hverfisráð Miðborgar
Fjölmiðlar
Skipulagsráð
Borgin okkar

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is