ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Umsögn stjórnar ÍMR um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna sértækra búsetuúrræðaStjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur finnst andi breytingatillögunnar óásættanlegur en hann er sá að auka hraða og sveigjanleika þess að gefa út heimildir, gera það valkvætt fyrir skipulagsyfirvöld að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar og gera það kleift að fara í framkvæmdir án samráðs við nærsamfélagið í ákveðnum tilfellum. Stjórn ÍMR tekur undir umsögn Skipulagsstofnunar um breytingartillöguna að hún veiti mjög opnar heimildir og því þurfi að skýra nánar hvaða svæði koma til álita fyrir sértæk búsetuúrræði eins og t.d. smáhýsabyggð. Nauðsynlegt er að leysa vanda heimilislausra í Reykjavík en stjórn ÍMR er þeirrar skoðunar að ekki megi hvika frá þeirri grundvallarreglu að allar breytingar á skipulagi eigi að kynna borgurunum svo þeir geti gert athugasemdir við þær. Um lýðræðislegan framgangsmáta skipulagsmála má ekki vera minnsti vafi. F.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |