ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Affriðun aldursfriðaðra húsa

Reykjavík 28. júní 2013

Minjastofnun Íslands
Suðurgötu 39
101 Reykjavík

Efni: Ósk um upplýsingar um verklagsreglur Minjastofnunar

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgarinnar samþykkti á fundi sínum þann 18. júní s.l. að óska eftir upplýsingum um hvort Minjastofnun hafi sett sér eða hyggist setja sér skriflegar verklagsreglur varðandi afgreiðslu beiðna um affriðun aldursfriðaðra húsa. Með lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er Minjastofnun falið að tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða, en jafnframt heimilað að afnema friðun sem byggist á aldursákvæðum laganna.

Íbúasamtökin telja afar brýnt að afgreiðsluferli slíkra mála hjá Minjastofnun sé skýrt, gagnsætt og faglegt. Vart þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að öllum hagsmunaaðilum sé ljóst hvaða verklagi er beitt við meðhöndlun Minjastofnunar á beiðnum um affriðun aldursfriðaðra húsa. Við skoðun á 9. gr. fyrrnefndra laga má sjá að ekki er sérstaklega tekið fram að erindi er lúta að affriðun húsa skuli borin undir húsafriðunarnefnd. Af þessu tilefni óskar stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar einnig eftir upplýsingum um hvort ekki sé tryggt, að öll slík erindi séu borin undir húsafriðunarnefnd sem ráðgefandi nefnd Minjastofnunar skv 7. gr. laganna, áður en ákvarðanir um affriðun aldursfriðaðra húsa eru teknar.

Virðingarfyllst

f. h. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar
Sverrir Þ. Sverrisson formaður

Afrit. Forsætisráðuneytið

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is