ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Deiliskipulag Njálsgötureits 1.190.3Reykjavík 27. ágúst 2013 Umhverfis- og skipulagssvið Efni: Athugsemdir við tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureitur 1.190.3 Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar gerir athugasemdir við að í kynntu deiliskipulagi ofangreinds svæðis er gert ráð fyrir að heimila að hús nr. 60 við Njálsgötu verði hækkað um eina hæð og áfast hús nr. 60a hækkað upp í sömu hæð og hús númer 62. Einnig eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að gert er ráð fyrir að heimilað verði að flytja hús númer 28 við Barónsstíg. Bæði þessi hús eru nú aldursfriðuð. Ekki er hægt að sjá að sérstök þörf sé á hækkun húsa við Njálsgötu yfirleitt. Stjórn Íbúasamtaka miðborgar leggst ekki gegn heimildum fyrir byggingum á baklóð húsa enda geta slíkar byggingar komið sér vel til endurbóta húsa við götuna. Varðandi flutning á húsi númer 28 við Barónsstíg telja Íbúasamtökin að slík ráðstöfun muni breyta götumynd Barónsstígs. Í skýrslu Árbæjarsafns vegna ofangreinds reitar er húsið talið mikilvægt í götumyndinni og beri að varðveita það sem hluta af henni. Íbúasamtökin vilja vekja athygli á að viðbygging við húsið er gamalt fjós. Skráning og varðveisla gamalla útihúsa í Reykjavík virðist vera ábótvant og er því alfarið lagst gegn heimildum í skipulagi til niðurrifs eða flutnings hússins við Barónsstíg 28. Virðingarfyllst f. h. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |