ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Staðsetning og opnunartími áfengisveitingastaða

Reykjavík, 26 nóvember 2009

Júlíus Vífill Ingvarsson
Formaður stýrihóps um endurskoðun á staðsetningu og
afgreiðslutíma áfengisveitingastaða í Reykjavík
Ráðhúsinu við Tjörnina
101 Reykjavík

Eftirfarandi tillaga Íbúasamtaka miðborgar um staðsetningu og afgreiðslutíma áfengisveitingastaða í miðborg Reykjavíkur, var samþykkt á aðalfundi samtakanna þann 25.11. sl.

  1. Lokunartími allra veitingastaða í miðborginn verði til kl. 3.00 aðfaranótt laugardaga og sunnudaga.
  2. Hálftíma taki að koma fólki út.
  3. Skilgreint verði síðan hvaða staðir séu næturklúbbar og þeim fundnir viðeigandi staðir fjarri íbúabyggð enda geti þeir verið opnir lengur.
  4. Tryggt sé að hávaði frá veitingastöðum í miðborginni sé í lágmarki þannig að íbúar hafi svefnfrið t.d. skv. 4. gr. lögreglusamþykktar.
  5. Við endurskoðun aðalskipulags sem nú stendur og þar með endurskoðun á Þróunaráætlun miðborgar frá árinu 2000 verði endurskoðaðar allar reglur um veitingastaði þannig að íbúabyggð og veitingahús geti farið saman án þess að gengið sé freklega á rétt íbúa eins og nú er.

Virðingarfyllst

fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar
Magnús Skúlason formaður

Afrit sent: Borgarráði
Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is