ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Laugavegur, göngugataReykjavík, 25. maí 2011 Umhverfis-og samgönguráð Málefni: Laugavegur, göngugata Á fundi stjórnar Íbúasamtaka miðborgar þann 24. maí 2011 var ofangreint málefni rætt og eftirfarandi samþykkt gerð: Stjórn Íbúasamtökanna telja jákvætt að minnka umferð bíla í miðborginni og því rétt að gerð sé tímabundin tilraun sem þessi, en með nokkrum fyrirvörum og ábendingum þó.
Virðingarfyllst fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Afrit: Borgarstjóri Reykjavík, 15. ágúst 2011 Umhverfis-og samgönguráð Málefni: Laugavegur, göngugata Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar þann 9. ágúst sl. var lýst yfir ánægju með lokun Laugavegar fyrir bílaumferð nú í sumar og er hvatt til þess að haldið verði áfram á sömu braut sem fyrst. Eigi að síður er minnt á mikilvægi þess að metinn sé árangur aðgerðarinnar þannig að kostir og gallar komi skýrt fram. M.a. áhrif á umferð um nálægar götur, áhrif á verslun og líðan íbúa og vegfarenda sbr. 1. lið í bréfi stjórnar Íbúasamtakanna frá 25. maí sl. Virðingarfyllst fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Afrit: Borgarstjóri |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |