ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Deiliskipulag Landsímareitar.Reykjavík, 19. mars 2013 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur Efni: Deiliskipulag Landsímareitar Á stjórnarfundi Íbúasamtaka Miðborgar 19. mars 2013 var samþykkt að lýsa ánægju með að deiliskipulag Landsímareitar frá 1987 hafi nú verið endurskoðað. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á áður kynntu deiliskipulagi svæðisins eru fyrirhugaðar byggingar nú í mælikvarða og samræmi við nærliggjandi byggð. Íbúasamtökin vilja með bréfi þessu vekja athygli á þeirri skoðun sinni að þar sem um er að ræða deiliskipulag sem heimilar byggingar í elsta hluta Reykjavíkur sé eðlilegt að fest verði í skipulagsskilmála að uppbyggingu allra bygginga verði lokið innan tiltekins tíma. Jafnframt verði settir skilmálar um að gluggasetning og ytra byrði þeirra bygginga sem heimilaðar verða taki mið af nærliggjandi byggingum. Vegna þess deiliskipulags sem nú er kynnt vill stjórn Íbúasamtanna leggja áherslu á að svokallaður Nasa-salur verði endurgerður í sinni gömlu mynd. Auk þess sem að ofan greinir vill stjórn Íbúasamtakanna vara við þeirri einsleitni sem óheft útbreiðsla hótela í miðborg Reykjavíkur hefur í för með sér og telur nauðsynlegt að Reykjavíkurborg marki sér stefnu um fjölda hótela þar. Virðingarfyllst f. h. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Afrit: Fjölmiðlar |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |