ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Góðir grannarVeggjakrot Til að vinna á veggjakroti - eða skemmdarverkum af völdum spreys og málningar eins og ég kýs að kalla það - er það samvinna milli borgarbúa, Reykjavíkurborgar og lögreglunnar sem er lykilatriðið. Eitt skemmdarverk kallar á annað, mikilvægt er að hreinsa stærra svæði en aðeins af einum húsvegg í einu. Í september 2016 var farið af stað með samstarfsverkefni þar sem íbúar/eigendur á Barónsstíg (milli Laugavegar og Bergþórugötu) og umhverfis- og skipulagssvið tóku sig saman og máluðu yfir öll sjáanleg skemmdarverk. Verkefnið tókst mjög vel og hafa veggirnir "enn sem komið er" verið lausir við skemmdarverk, fyrir utan undirgöng á Barónsstíg 31-33. Með því að senda ábendingu á ábendingavef borgarinnar www.reykjavik.is er hægt að óska eftir samstarfi við borgina með að hreinsa skemmdarverk af einkalóðum (húsveggi, girðingar og/eða undirgöng). Samstarfið felst í því að borgin styrkir hreinsun /vinnuna með verktaka sem starfar fyrir umhverfis og skipulagssvið, fasteignaeigendur fjárfesta í málningu og/eða hreinsiefni og skemmdarverkin eru tilkynnt til lögreglu. Mikilvægt er að halda þeim fleti sem málað er yfir hreinum og mála strax yfir ný skemmdarverk. Ef áhugi er fyrir hendi vinsamlegast sendið inn ábendingu á ábendingavef borgarinnar með nánari upplýsingum um staðsetningu(mikilvægt er að merkja inn rétta staðsetningu á kortið) nafn og símanúmer.
|
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |