ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook


Sambýlið við ferðaþjónustuna

Málþing Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur með rekstraraðilum í ferðaþjónustu

Málþingið Sambýlið við ferðaþjónustuna verður haldið í Spennistöðinni , félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar laugardaginn 6. apríl kl. 13-15. Málþingið hefur það markmið að íbúar miðbæjarins geti rætt milliliðalaust við rekstraraðila í ferðaþjónustu.

Eftirtaldir eru með framsöguerindi á málþinginu og sitja í pallborði:
Egill Helgason, íbúi í miðbænum
Jakob E. Jakobsson, veitingamadur á Jómfrúnni
Jóhanna Hreidarsdóttir, mannaudsstjóri Reykjavík Excursion
Oddný Eir Ævarsdóttir, íbúi í miðbænum
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, hótelstjóri á Hótel Holti
Stefán Eiríksson, borgarritari og formaður verkefnastjórnar miðborgarmála
Sölvi Melax frá Samtökum um skammtímaleigu og Heimaleigu
Jón Baldvinsson frá FETAR (félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri)

Auk ofangreindra munu Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og aðrir aðilar í ferðaþjónustu í miðborginni vera til andsvara í salnum. Fundarstjóri er Áslaug Guðrúnardóttir.

Fyrirkomulag málþingsins verður með eftirfarandi hætti:.
Þeir sem hafa framsögu fá 3-5 mínútur til að gera grein fyrir sér og hlutverki sínu og afstöðu til ferðaþjónustu í miðborginni. Að loknum framsöguerindum hefjast almennar umræður. Til að sem flestir komist að er ræðutími takmarkaður við 1:30 minútu og sjá tímaverðir um að framfylgja þessari reglu. Gestir í sal geta hvoru tveggja beint spurningum til framsögufólks eða viðrað skoðanir sínar. Framsögufólk hefur forgang í mælendaskrá til að svara fyrirspurnum.

Allir velkomnir og efnum nú til uppbyggilegrar samræðu um sambýli íbúa og ferðaþjónustu í miðbænum.

Umræður - upptaka

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is