Bankastræti (Bakarabrekka)
Myndin er af Bankastræti í kringum aldamótin 1900. Bankastræti hét áður Bakarabrekka
því brauðgerðarhús og heimili Bernhöfts bakara voru í götunni og sést hús hans,
vatnspóstur og mylla hægra megin á myndinni. Nafn götunnar breyttist svo í Bankastræti
þegar Landsbanki Íslands hóf starfsemi sína 1885 í steinhlaðna húsinu fyrir miðri mynd
en í því húsi er nú verslunin Stella.
Hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni
Tilbaka
|