ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 27. febrúar 2018

Fundargerð stjórnar íbúasamtaka miðborgar Rvíkur 27. febrúar 2018 kl. 20:00
Mætt:  Guðrún, Ragnhildur, Benni, Gerla, Aðalsteinn og Einar sem ritaði fundargerð.

1) Tillaga að nýju deiliskipulagi Skólavörðuholts.  Mönnum leist ágætlega á tillöguna enda verði ný byggð hófsöm. Rætt um leiktæki sem eru á lóðinni nr. 18 við Bergþórugötu sem verða að víkja skv. deiliskipulaginu.  Væri hægt að flytja þau í „Frakkland“ þ.e. lítinn lystigarð við Frakkastíg.

2) Einar kynnti hugmyndir sínar um tillögur að breytingu á skipulagslögum. Samkv. gildandi löggjöf ber að grenndarkynna minni háttar breytingar á deiliskipulagi (og minni háttar breytingar þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi).  Stærri breytingar ber hins vegar að  auglýsa og þá fer engin grenndarkynning fram.  Einar leggur til að grenndarkynning fari ætíð fram, þannig að tillögur að jafnt litlum sem miklum breytingum verði ætíð grenndarkynntar.  Stærri breytingar verði að  auki kynntar með auglýsingu. Fundarmönnum leist vel á þessar hugmyndir og eins að deiliskipulagsáætlanir geti verið tímabundnar. Rætt um að boða þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna á fund og kynna þetta og fleira fyrir þeim.

3) Umsögn um nýjar fyrir hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Engar athugasemdir.

4) Rætt um Spennistöðina (Birgittu vantar sem er fulltrúi í húsráði Spennistöðvarinnar).  Nýlega farið að  innheimta leigu fyrir salinn.  Lesinn eftirfarandi tölvupóstur frá Birgittu:

Sæl öll,

Mér þykir það leitt, en ég næ ekki að koma á fundinn í kvöld. 

Húsráði Spennistöðvarinnar er ætlað að vera ráðgefandi um nýtingu húsnæðisins og starfsemi Spennistöðvarinnar. "Tjörnin ákveður nýtingu húsnæðisins utan skólatíma í samráði við húsráð Spennistöðvarinnar og er ráðgefandi varðandi nýtingu húsnæðis og starfsemi Spennistöðvarinnar." úr bókun borgarráðs.

Félagsmiðstöð átthagafélaga útlendinga -  Hola félag spænskumælandi er með ungmennnastarf á spænsku á sunnudögum 1-2 í mánuði, allir velkomnir óháð uppruna. Íslensk ungmenni hafa líka verið að mæta.

Foreldraþing Austó í Spennistöðinni. Foreldrar mættu vel, allt tókst mjög vel. Nemendaþing var haldið fyrr í vetur og þann 1. mars verður haldið starfsmannaþing. Markmiðið er að gildi og framtíðarsýn skólans.

Að lokum þá finnst við ættum að halda ró okkar yfir manni eins og Ásmundi - 101 rotta = miðbæjarrotta

Gangi ykkur vel !
Birgitta

Verður rætt betur á næsta fundi.

5) Rætt um félagsmiðstöð félags innflytjenda og væntanlegan stórfund í  Austurbæjarskóla.  Frestað.

6) Verkefnastjórn miðborgarmála.  Benni sagði frá fundi sem haldinn var nýlega á vegum stjórnarinnar og var vel sóttur.  Fjallað um byggingarframkvæmdir og núning sem þeim fylgir á milli embættismanna og verktaka.  Verkefnastjórn miðborgarmála óskar eftir fleiri verkefnum frá íbúum.  Rætt um að senda verkefnastjórninni hugmyndina nr. 1 í fundargerðinni.

7) Væntanlegur íbúafundur með borgarstjóra.  Hefur ekki enn verið auglýstur.  Rætt um ýmis mál sem hægt væri að ræða við borgarstjóra.

8) Rætt um málþing.  Kosningar til borgarstjórnar fara fram 26. maí og rétt að halda fund með frambjóðendum laugardaginn 14. apríl 2018.

9) Rætt um ummæli Ásmundar Friðrikssonar um „101 rottur“ þar sem hann vísaði til íbúa miðborgarinnar.  Samþykkt eftirfarandi tillaga:  „Stjórn íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur mótmælir ósmekklegum ummælum Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns um íbúa miðborgarinnar sem hann lét nýlega falla í sjónvarpsþætti.“

Fundi slitið kl. 21:25

EÖTh

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is