ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á FacebookStjórnarfundur 25. nóvember 2021

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 25. nóvember 2021 kl. 20 á Teams.

Mætt: Sigrún Tryggvadóttir, Einar Thorlacius, Eva Huld Friðriksdóttir, Margrét Einarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson.

1. Fundir Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða
Farið yfir fundi íbúaráðsins 27. október og 23. nóvember (sjá fundargerðir ráðsins).

2. Þjófnaðarfaraldur í miðbænum
Umræður. Margrét tekur að sér að útvega gögn um þjófnaði í miðbænum undanfarið. Málið tekið upp á næsta fundi.

3. Uppbygging grænnar miðborgar og grænna reita í miðborginni
Tillaga frá Margréti rædd sem og um lóðir Lindarborgar og Barónsborgar. Rætt um að koma þurfi hugmyndum á framfæri við borgina. Eva tekur að sér að kynna sér deiliskipulag og kynna á næsta fundi.

4. Hækkun gjaldskrár Bílastæðasjóðs
Íbúaráði Miðborgar og Hlíða hefur verið sent bréf varðandi hækkunina. Kanna þarf hvar málið er statt.

5. Rafbílavæðing og hleðslustöðvar
Umræður. Margrét og Eva taka að sér að safna upplýsingum fyrir næsta fund.

6. Önnur mál
a. Snorrabrautarreitur við Blóðbanka ræddur: Í skipulagssjá kemur fram að um 4.000 fm bygging mun rísa á reitnum. Rætt betur á næsta fundi.
b. Rætt um framtíð Domus Medica og Heilsuverndarstöðvarinnar: Einar Thorlacius tekur að sér að kanna hvað verður um þessar byggingar.

Fundi slitið kl. 21:30.

Ritari: Sigrún Tryggvadóttir

TilbakaGömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is