ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22.ágúst 2017

Stjórnarfundur 22.ágúst 2017 haldinn í Spennistöðinni. Mættir: Guðrún Erla – Hlynur – Guðrún – Birgitta – Benóný – Einar
Fundurinn hófst kl. 20:00

1) Ákveðið að halda aðalfund 2017 26. september í Spennistöðinni. Benóný formaður, Ragnhildur og Guðrún Erla sitja áfram í stjórn enda eiga þau eitt ár eftir. Einar & Hlynur ætla ekki að bjóða sig fram. Birgitta vill vera varamaður áfram. Rætt um að á aðalfundinum verði kynnt ný miðborgarstjórn og fyrirhuguð starfsemi íbúasamtakanna kynnt.

2) Formaður sagði frá miðborgarsjóðnum. Samtökin sóttu um þjónustusamning til þriggja ára upp á fimm og hálfa milljón á ári. Umsóknir voru kynntar í dag í miðborgarstjórninni.

3) Heil brú. Formaður lagði til að haldin yrðu tvö málþing fyrir áramót. A) sambýli við ferðaþjónustuna með sérstöku tilliti til íbúa. Gerla lagði til að þetta yrði frekar haldið eftir áramót, t.d. í febrúar. Þá væri hægt að leggja fram skýrslur sýslumanns og borgaryfirvalda um eins árs reynslu af breyting á lögum um gistingu. Fundarmenn sammála.
B) Fagurfræði skipulags. Fá tarkítekta og skipulagsfræðinga til að vera frummælendur. Ákveðið að byrja á málþingi um fagurfræði og sjá til hvort þörf væri á öðru málþingi til viðbótar fyrir áramót. Formaðurinn ræddi einnig um smiðjur sem gaman væri að halda. Nefnt var að blússmiðjan hefði heppnast mjög vel. Einnig rætt um danssmiðju. Til dæmis afró-dans frá Kramhúsinu.

4) Formaður ræddi um hverfisgöngur/umhverfisgöngur. Hverfissjóður veitti styrk og félagið á nú samtals tæpar 700.000 kr. í sjóði. Fyrsta umhverfisgangan hefur farið fram. Formaður stóð fyrir göngu á Iðnaðarmannareit (neðst á Skólavörðustíg) þann 16.ágúst sem tókst vel og bar góðan árangur.

5) Gerla ræddi um leikvöllinn fyrir aftan Fríkirkjuveg 11. Búið er að tyrfa yfir völlinn og það vantar bara fótboltamörkin. Ákveðið að fela formanni að ítreka fyrri beiðni til húseigandans um að þetta verði áfram leiksvæði fyrir börn.

Fundinum lauk kl. 21:20

Einar Örn Thorlacius ritaði fundargerð


Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is