ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 21. apríl 2009

Þann 21. apríl 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Benóný, Magnús, Hlín, Halla og Lilja.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Bréf til borgarstjórnar Bréfið er samþykkt.

2. Vatnsstígur Lagt er fram bréf til lögreglustjóra, bréfið er samþykkt.

3. Laugavegur 50 Fram kemur að hverfisráð fjallaði um málið á fundi sínum nýlega. Lagt er fram athugasemdabréf, sem er samþykkt.

4. Önnur mál:

Rætt eru um áherslur íbúasamtakanna: skipulagsmál, sóðaskap og hreinsunarmál, aðstöðu barna í hverfum, hávaðamál og næturfrið ofl.

Fram kemur að enn er lítið um gatnahreinsun, ruslaílát vantar á göngustígum og í alfaraleið og borgin kemur mjög sóðaleg undan vetri.

Rætt er um að áþreifanlega vantar aðstöðu fyrir börn og unglinga í miðborginni, fleiri sparkvelli, hjólabrettasvæði, leikvelli og fleira í þeim dúr. Mikið af lóðum standa auðar í miðborginni og skemmtilegt væri ef borgin gæti nýtt þær undir sparkvelli ofl. þó ekki nema tímabundið væri. Ákveðið er óska eftir hugmyndum um bætta aðstöðu fyrir börn í hverfinu með pósti til félaga.

Rætt er um hvernig þjónustuaðilum og verslunum fækkar, hækkandi leiguverð verslunarhúsnæðis í miðborginni er áhyggjuefni.

Rætt er um bílastæðamálin og tími er kominn til að athuga aftur stöðu mála vegna bílastæðakortanna.

Fundi var slitið kl. 18.26.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is