ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 18. maí 2009

Þann 18. maí 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Gylfi, Halla, Benóný, Kári Halldór, Magnús, Kristinn og Lilja.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Bréf til borgarstjórnar. Magnús segir frá viðbröðgum í borgarstjórn vegna bréfs íbúasamtakanna um ónæði frá skemmtistöðum í miðborginni. Myndaður hefur verið stýrihópur til athugunar og skilar hann skýrslu um málið í október. Ánægja er með viðbrögðin og áhugi á að koma að skipulagi borgarafunds þar sem fjallað yrði um málið. Gylfa er falið að semja stutt svarbréf sem skal senda í síðasta lagi á miðvikudag.

2. Grundarstígur 10. Ragnheiður Jónsdóttir, Arnór Víkingsson og Salvör Jónsdóttir kynna fyrirhugaðar breytingar á húsinu Grundarstíg 10 og hugmyndir þeirra um framtíðarnýtingu hússins. Af framkvæmdum við húsið sjálft ber helst að nefna hækkun þaks um 70 cm, nýjar svalir og byggingu um 70 fm skála í garðinum í stað bílskúrs sem þar er nú. Í húsinu er ætlunin að reka fjölbreytta menningartengda starfssemi: tónleikaaðstöðu, vinnuaðstöðu og fundaraðstöður til leigu, kaffihús á daginn, safn tengt uppruna hússins ofl.

Sagt er frá kynningu á breytingunum innan hverfis og viðbrögðum nágranna sem eru allmennt góð en þó einhverjir mótfallnir breytingunni eða fyrirhuguðum rekstri. Rætt er um hvað gæti gerst ef reksturinn breyttist með nýjum áherslum eða nýjum eigendum og hvernig má tryggja að starfssemin breytist ekki eða valdi ónæði í hverfinu. Rætt er um hvernig setja mætti einhver ákvæði á leyfi fyrir slíkum rekstri svo reksturinn breytist ekki. Rætt er um að borgin standi sig ekki nógu vel í kynningu og breyti rekstrarleyfum of auðveldlega. Rætt er um að starfssemin hæfi húsinu og að æskilegt væri að skipulagsyfirvöld ynnu að málinu í samvinnu við íbúa og íbúasamtök. Fram koma hugmyndir um hvernig hvetja mætti til slikrar samvinnu.

18.50 Ragnheiður, Arnór og Salvör kveðja.

Ákveðið er að boða til fundar íbúa í nágrenninu sem hafa lýst yfir áhyggjum eða verið mótfallnir framkvæmdunum og hlusta á þeirra sjónarmið. Ákveðið er að hittast föstudaginn 22. maí kl 10.45 á Klapparstíg 1a.

Fundi var slitið kl. 19.10.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is