ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 16. desember 2021

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 16. desember 2021 kl. 20 á Spænska barnum í Ingólfsstræti.

Mætt: Einar Thorlacius, Eva Huld Friðriksdóttir, Margrét Einarsdóttir og Sigrún Tryggvadóttir

1. Farið yfir fundargerð síðasta fundar, 25. nóvember sl. Samþykkt.

2. Sigrún fór yfir fund íbúaráðs Miðborgar og Hlíða sem haldinn var í ráðhúsinu 14. desember sl. Á fundinum var farið yfir skýrslu starfshóps um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Hlíðaskóla, Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Vörðuskóla. Opin til umsagnar til 1. febrúar 2022. Gert ráð fyrir töluverðri fjölgun nemanda á næstu árum og áratugum. Pétur benti á að spár um nemendafjölda hefðu reyndar sjaldan ræst. Ákveðið að stjórnin sendi ályktun um þessi mál sem gengið yrði frá á næsta fund.

3. Þjófnaðarfaraldur í miðbænum – áframhald frá síðasta fundi með tölulegum upplýsingum. Frestað til næsta fundar.

4. Uppbygging grænnar miðborgar og grænna reita í miðborginni - framhald frá síðasta fundi. Frestað til næsta fundar.

5. Snorrabrautarreitur við Blóðbanka ræddur. Í skipulagssjá er reiknað með að það verði 4.000 fm bygging á þeim reit. Frestað til næsta fundar.

6. Domus Medica – Einar upplýsti að honum skildist að ástand hússins væri orðið lélegt og það væri meginskýringin á því að flestir læknar væru að flytja á brott.

7. Heilsuverndarstöðin. Einar Thorlacius hafði rætt við eigandann, Þorstein Steingrímsson í dag. 60% af byggingunni er Hostel. 40% stendur autt en Þorsteinn sendir Landlækni húsaleigureikning fyrir því plássi mánaðarlega þótt embætti landlæknis sé löngu farið úr húsinu.

8. Rafbílavæðing og hleðslustöðvar – framhald frá síðasta fundi Margrét og Eva ætla að útvega meiri upplýsingar. Upplýst að Reykjavíkurborg standi fyrir skoðanakönnun á netinu: Hvar vilt þú hlaða batteríin? Evu og Margréti falið að fara í málið. Óánægja með ósveigjanleika hvað varðar gjaldsvæði.

9. ÁTVR-verslun flutt úr miðbænum. Mikil óánægja með það. Ákveðið að senda ályktun í fjölmiðla um málið eftir áramót.

10. Önnur mál. Rætt um þau bílastæði í miðbænum sem lokað er með slá og standa oft auð að kvöldlagi og um nætur, t.d. BSÍ, efst á Vatnsstíg o.s.frv. Þyrftu að vera opin íbúum kvöld og nætur. Margrét M. Norðdahl, formaður íbúaráðs Miðborgar og Hlíða verður boðuð á næsta fund.

Fundi slitið kl. 21:30.

Ritari: Einar Thorlacius

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is