ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 15. apríl 2021

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 15. apríl 2021 kl. 20 í Spennistöðinni.

Mætt: Arnar Guðmundsson formaður, Ásdís Káradóttir, Einar Thorlacius, Eva Huld Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson og Sigrún Tryggvadóttir.

1. Framkvæmd samþykkta síðasta stjórnarfundar

A. Skráning félagsins og nýrrar stjórnar:
Gjaldkeri hefur lokið skráningu

B. Erindi aðalfundar vegna óþrifnaðar frá hundum:
Formaður hefur sent bréf um málið til Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.

C. Menningarsögulegt gildi Austurbæjarskóla:
Pétur Hafþór upplýsti að unnið sé að því með borginni að finna viðunandi lausn fyrir safn Hollvinasamtaka Austurbæjarskóla á skólamunum. Ákveðið að Íbúasamtökin sendi samt sem áður bréf til borgarinnar þar sem hnykkt er á menningarsögulegu mikilvægi Austurbæjarskóla og hvatt til góðrar varðveislu skólamunasafnsins og sýnileika þess.

D. Hönnun göngugatna:
Samþykkt að senda bréf um mikilvægi þess að vanda til verka við hönnun göngugatna miðborgarinnar til Borgarráðs og hönnunarteyma verkefnisins.

E. Aðkoma íbúa við göngugötur:
Einar Thorlacius mun hafa samband við Bílastæðasjóð;  fá upplýsingar um rétt þeirra sem búa við göngugötur til að koma á bíl að húsum sínum vegna búferlaflutninga, með aðföng og aldraða/fatlaða gesti. Einnig mun hann koma á framfæri við sjóðinn og borgina hvað megi betur fara í þeim efnum.

F. Vefur íbúasamtakanna:
Formaður hefur ekki fundið aðila til að gera tilboð í færslu hans í snjalltækjavænt og sveigjanlegra form. Mögulega mætti sækja um stuðning til þess verks þótt það sé ekki umfangsmikið.

2. Umsögn Íbúasamtakanna um frumvarp til loftferðalaga lögð fram:
Samþykkt.

3. Fjármál félagsins:
Gjaldkeri kynnir að samtökin eigi nú á bankareikningi 129 þús. kr.

4. Verkefni sem samtökin sækja um styrk fyrir til eflingar hverfisanda, mannlífs og menningar:
Formaður kynnti að samtökinn geti sótt um styrki í Hverfissjóð allt árið auk þess sem hægt sé að sækja um sérstaka úthlutun vegna sumarverkefna til 25. apríl. Samþykkt að sækja um styrk fyrir síðsumarhátíð íbúa í sumarúthlutunina og undirbúa umsókn fyrir verkefni á borð við “Heil brú” í heilsársúthlutinina. Formaður tekur að sér að kanna hvort samtökin geti einnig sótt um í Miðborgarsjóð. Stjórnarmeðlimir hvattir til að leggja fram hugmyndir að verkefnum fyrir ,,Heil brú” - sem eru smiðjur til að tengja saman notendur Spennistöðvarinnar og íbúafundir þar sem kallaðir eru til utanaðkomandi aðilar (t.d. fulltrúar borgarinnar) til að ræða mál sem brenna á íbúum.

5. Önnur mál:
A. Samþykkt að hvetja borgina til að gera átak í að planta sígrænum gróðri í almannarými  hverfisins. Nær ekkert er að finna af honum sbr. að nýuppgert Óðinstorg er grátt stóran hluta ársins. Og að í framhaldi af slysi og óhöppum í Hallargarðinum (vegna aspa sem eyðileggja göngustíga) verði farið fram að borgin fjarlægi aspir úr garðinum. Í staðinn komi tré og runnar sem hæfa skrúðgarði, t.d. kirsuberja- og eplatré. G.Erla og Sigrún taka að sér að semja bréf til borgarinnar.
B. Mikið er um að tæki komist ekki að til þrífa götur í miðborginni vegna bíla sem þar standa þrátt fyrir skilti og dreifimiða til íbúa. Fram kom að þegar íbúar færi bíla sína fyllist þau stæði gjarnan af bílum gesta og starfsfólks í miðborginni svo lítið verður úr götuþrifum. Formaður tekur að sér að ræða við borgina til að reyna að finna lausn á þessum vanda.

Fundi slitið kl. 21:15.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is