ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 11.janúar 2011

Stjórnarfundur 11.janúar 2011 kl. 17:30. Mættir eru: Magnús, Guðrún, Sigríður og Hlín sem ritar fundargerð. Sérstakir gestir Fríða Björk Ingvarsdóttir og Ingvar Örn Ingvarsson.

1- Ofbeldismál í borginni rædd.

2- Hávaðamál. Sigríður leggur fram bréf frá Reykjavíkurborg. þar er kvörtun nágranna vegna hljómlistaæfinga í skúr á íbúðahúsalóð í miðbænum fylgt eftir og lagt bann á hljómlistarflutninginn. Þetta bréf sýnir að ef vilji er fyrir hendi þa hefur borgin úrræði sem hægt er að beita. Spurningin er hinsvegar, hversvegna er sömu úrræðum ekki beitt gagnvart fyrirtækjum, þ.á.m. veitingahúsum og börum?

3- Fjallað um bréf íbúasamtakanna til Lögreglustjóra, afrit sama erindis var jafnframt sent á Innanríkisráðherra og á fjölmiðla. Lögreglustjóri hefur ekki svarað bréfinu öðruvísi en í Mbl. 3. jan. 2011. Hægt er að skoða viðbrögð fólks á Eyjan.is. Íbúasamtökin hafa fullan hug á að stiðja lögregluna í því að fá aukna fjárveitingu til að vinna gegn ofbeldi í borginni. Það er álit stjórnar að umboðsvandi einkenni stöðu lögreglunnar.

4- Blaðamaður Mbl. hafði samband við formann íbúasamtakanna vegna reglugerðar um sorphirðu allt að 15 m. það eru skiptar skoðanir á þessu máli í stjórn Íbm. 5- Ákveðið að tengja heimasíðuna www.midbaerinn.is við facebook síðuna íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur og hvetja íbúa til virkrar þátttöku.

Fundi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is