ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 9. maí 2022

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2022-2023.
Stjórnarfundur haldinn 9. maí 2022 kl. 17 að að Laugavegi 77.

Mætt í raunheimi: Sigrún Tryggvadóttir, nýkjörinn formaður, Ásdís Káradóttir, Birna Eggertsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Matthildur Skúladóttir, Pétur Hafþór Jónsson. Á netinu: Óttarr Makuch. Holberg Másson boðaði veikindaforföll.

1. Stjórn skiptir með sér verkum
Nýkjörinn formaður, Sigrún Tryggvadóttir, setti fundinn og bauð nýja í stjórn velkomna til starfa. Samþykkt að Ásdís Káradóttir verði varaformaður, Guðrún Erla Geirsdóttir ritari, Margrét Einarsdóttir gjaldkeri, Óttarr Makuch vararitari og meðstjórnendur Birna Eggertsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson. Ákveðið að stefna að stjórnarfundum einu sinni í mánuði, á þriðjudögum kl. 17 í Spennistöðinni og til vara að Laugavegi 77. Formaður greindi frá því að á síðasta aðalfundi hafði láðst að kjósa einn varamann í stjórn til viðbótar þeim sem kosnir höfðu verið. Ákvörðun um það mál verður tekin á næsta stjórnarfundi.

2. Hávaði frá skemmtistöðum í Miðbænum
Formaður upplýsti að hún myndi koma á framfæri á næsta fundi Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða ályktun aðalfundar um þetta mál, sjá B-lið, önnur mál, í fundargerð aðalfundar ÍSM 28. apríl sl. Fyrri stjórn hafði samþykkti á fundi 7. apríl sl. að halda málþingið þegar fé væri til. Slíkt þing hefur verið á dagskrá ÍMR lengi, en ekki var unnt að halda það sökum banns við fjöldasamkomum vegna covid. Ákveðið að stefna að málþinginu í fyrstu viku september. Óttarr tekur að sér að halda utanum hóp skipaðan þremur úr stjórn ÍMR til að skipuleggur málþingið og leggja fyrir stjórn tillögu að dagskrá.

3. Aðgengi íbúa í göngugötum
Formaður mun á næsta fundi íbúaráðsins koma á framfæri óskum frá íbúum við göngugötur um að fá "einskonar skilríki", sjá C-lið, önnur mál, í fundargerð aðalfundar ÍSM 28. apríl sl.

4. Önnur mál
Guðrún Erla gerði grein fyrir tölvupósti til stjórnar ÍMR frá verkefnastjóra Atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar en erindi hans var "að athuga hvort fulltrúi frá íbúasamtökum hefði áhuga á að koma inn á fund samstarfshóps um miðborgarmál". Sigrún formaður tók að sér að mæta á fundinn sem verður 17. maí nk. Samþykkt tillaga Guðrúnar Erlu um að fara fram á að ÍMR eigi fastan fulltrúa í samstarfshópi um miðborgarmál, helst með full réttindi en til vara áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Fundi slitið kl. 21:15.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is