ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 8. febrúar 2011

Stjórnarfundur 8. febrúar 2011 kl. 17:30 Mættir eru: Magnús, Guðrún, Sigríður, Sigurður, Benóný, Stefán, Halla Bergþóra, Bryndís Pálína og Hlín sem ritar fundargerð. Sérstakir gestir Fríða Björk Ingvarsdóttir og Ingvar Örn Ingvarsson.

1- Fundarefni m.a. fundur í ráðhúsi þann 14 þ.m. vegna vandamálanna í miðborginni. Verslunareigendur við Laugaveg með stuðningi Íbúasamtakanna, standa fyrir fundi í Ráðhúsinu undir yfirskriftinni “ Ofbeldið burt!”. Gagnkvæmur stuðningur er við kröfuna um styttri opnunartíma veitingahúsa og að ofbeldið hverfi úr bænum. Leikarar munu flytja “sannar sögur” af ofbeldi sem viðgengst í portum húsa við Laugaveginn um miðjan dag. Raunverulegir sögumenn halda sér til hlés, vegna hótana.

2- Magnús segir frá fundi Hverfisráðs með Skipulagsyfirvöldum, sem haldinn var í dag. Magnús spurði um Þróunaráætlun Reykjavíkur en hún er nú í endurvinnslu. Íbúasamtökin munu óska eftir að fá að fylgjast náið með þeirri vinnu.

3- Benóní segir stuttlega frá foreldrafundi í Austurbæjarskóla en á þann fund mættu aðeins Benóný og Birgitta Bára. Hún stakk upp á að fá samræðu í gang um miðborgina sem íbúabyggð. Íbúasamtökin taka undir þessa hugmynd og munu koma beiðni til Hverfisráðs um að standa fyrir fundi um þetta málefni. Foreldraráð skólans og íbúasamtökin munu sameiginlega beita sér fyrir framgöngu þessa máls. Benóný tekur að sér að gera uppkast að bréfi til Hverfisráðs. Þess má geta að yngsta íþróttamannvirki i miðborginni er Sundhöllin, byggð 1937.

4- Benóný, orðar að það sé þreytandi að vera stöðugt í varnarbaáttu í stað þess að fá tækifæri til að vinna að uppbyggilegum málum.

5- Skipulagsmál, skoðaðar tillögur að uppbyggingu á Vatnsstígsreit. Magnús mun senda erindi til byggingarfulltrúa, og gera athugasemd við fyrirhugað niðurrif eldri húsa á reitnum og hluttfal byggingarmagns, sem ber þennan litla reit ofurliði. Funi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is