ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 8. janúar 2019

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar haldin 8. janúar 2019, kl. 20 að Skólavörðustíg 4 c. Mætt eru Benóný, Guðrún Erla, Ragnhildur, Aðalsteinn, Einar og Kári.

1. Formaður kynnir að samkvæmt því sem best sé vitað hafi áramótin á Holtinu farið vel fram.

2.Spennistöðin – félagsmiðstöð. Ekki enn búið að ljúka endurbótum á húsnæðinu sem átti að vera tilbúið í haust. Líklega ekki klárt fyrr en í febrúar. Kjördæmavika - íbúafundur með þingmönnum í febrúar. Ekki eru komin svör frá Flokki fólksins og Sjálfstæðismönnum hvort þeir sendi fulltrúa á fundinn. Til stóð að fundurinn væri í Spennistöðinn en þar sem ekki er ljóst hvort hún verður tilbún mun formaður bóka Ráðhúsið til vara fyrir fundinn. Farið yfir spurningar til þingmanna. Sérstaklega rætt um umhverfismál og skammtímaleigu. Formaður tekur að sér að endurskoða spurningu um skammtímaleigu. Skýrt verði að koma þurfi í veg fyrir ólöglegrir skammtímaleigu ,,braskara”. En ekki sé verði að amast við 90 daga reglunni,

3. Kynnt var að verið sé að gera almenningsgarð við Þingholtsstrætið, sunnan við Farsóttarhúsið. Tvö garð laus hús við Grundarstíg fá n.k. bakinngang inn í garðinn.

4. Akstur með ferðamenn. Kynnt hefur verið að í lögreglusamþykkt verði sett hvar ferðamannarútur megi stoppa í miðbænum til að taka farþega. Nú eru það einungis tilmæli frá borginni.

5. Kynnt að til standi að byggja á Njálsgötu 60. Á lóðinni standa nú tvö gömul lágreist hús (sem því miður hafa verið látin drabbast niður). Hjá borginni liggur fyrir tillaga að tveim húsum upp á 5 hæðir og 4 hæðir. Þar sem húsin eru sunnan við götuna munu þau varpa skugga.

6. Rætt um opnunartíma vetingahúsa, bara og skemmtistaða í íbúðabyggð og blandaðri byggð. Opnunartími í miðborginn til kl 4.30 (eins og nú er um helgar) er ekki í samræmi við þá réttlætiskröfu að íbúar og hótelgestir í nágrenni við staðina fá eðlilegan nætursvefn. E.t.v. væri lausn að finna í því að skilgreindir væru sérstakir staðir í borginn (t.d Grandinn, Borgartúnið) fyrir ,,næturklúbba” og stytta opnunartíma í öðrum hverfum t.d. til þess tíma sem áður var þ.e. kl 3. Formanni falið að taka málið upp á fundi Miðborgarstjórnar.

Fundi slitið kl 21.35

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is