ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 7. desember 2009

Þann 7. desember 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og hófst kl. 17.00.

Mætt voru: Magnús Skúlason, Bryndís Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Gylfi Kristinsson, Arnar Kristjánsson og Guðrún Janusdóttir.

1. Rætt var um framtíðarplön Landspítalans. Við vorum sammála um að þetta yrði auka álag á umferð í miðbænum. Einnig kom til tals hvort hægt væri að hafa Landspítalann í öðru hverfi.

2. Bílastæðamál miðborgarinnar voru rædd. Ákveðið var að móta okkur stefnu í þeim málum. Benóný ætlar að setja saman bréf til að senda til Bílastæðasjóðs.

3. Söltun á götum borgarinnar. Það var rætt um að komast að því hvar strætó keyrði um og réttlætanlegt væri að salta þær leiðir en aðrar ekki.

4. Hávaðamál borgarinnar komu enn og aftur til tals og viljum við fara fram á breytingu laga, eins og áður hefur komið fram.

Fundi var slitið kl. 18.50

Fundargerð skrifaði Bryndís Jónsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is