ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 7. september 2021

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 7. september 2021 kl. 20 á Kaffi Loka.

Mætt: Sigrún Tryggvadóttir varaformaður (stýrði fundi í forföllum formanns), Ásdís Káradóttir, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson.

Aðeins eitt mál var á dagskrá: Viðbrögð við því að “Tillaga stýrihóps um innleiðingu íbúaráða - drög til umsagnar” frá 3. ágúst 2021 (stýrihópurinn lagði til “að Íbúaráð Miðborgar og Hlíða verði skipt í tvö íbúaráð”) hafi á fundi Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 20. ágúst sl. vakið sterk viðbrögð: Skoðun annarra fulltrúa íbúa í ráðinu, en okkar, var að betra væri að hafa eitt ráð en fjölga fulltrúum - þannig að alltaf væri fastur fulltrúi frá hvoru íbúasamtakanna í ráðinu. Í dag er einn fulltrúi íbúasamtakanna og skiptast hverfi 101 og 105 á að eiga fulltrúa í ráðinu.

Stjórnarmenn Íbúasamtaka Miðborgar voru mjög ósáttir við að málið hefði farið í þennan farveg. Ritara var falið að skrifa bréf þar sem færð væru rök fyrir því að það kæmi sér mjög illa fyrir íbúa Miðborgarinnar að ráðin væru ekki tvö - hverfin væru mjög ólík og hagsmunir hverfana sköruðust ekki nema að hluta til. Ákveðið að send bréfið strax morgunin eftir á fulltrúa Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða þannig það væri innlegg í umræðuna á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið kl. 21:21.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is