ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 6. september 2022

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2022-2023.

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 6. september 2022 kl. 17:00 í Spennistöðinni. Mætt: Sigrún Tryggvadóttir formaður, Ásdís Káradóttir, Birna Eggertsdóttir, Bjarni Agnarsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson. Forföll boðuðu Holberg Másson og Margrét Einarsdóttir.

1. Sambýlið við næturlífið - undirbúningur málþings
Í nefnd til að skipuleggja viðburðinn eru Sigrún, Birna og Bjarni. Rætt um að aðalumræðuefni málþingsins ætti að vera reglubundinn hávaði frá veitingastöðum og börum á kvöldin og á nóttunni. Samþykkt að stefna að því að halda þingið í haust í Ráðhúsinu. Nefndin mun koma með tillögur að frummælendum og fundarstjóra á næsta stjórnarfundi.

2. Verkefni vetrarins
Málefni barna á leið í skóla og tónlistarskóla. Ákveðið að stefna að því að vinna málið í samvinnu við Foreldrafélag Austurbæjarskóla, en ræða það betur á næsta fundi. Einnig var rætt um veggjakrot. Samþykkt að formaður leggi fram formlega fyrirspurn til Íbúaráðsins um hvað borgin er að gera varðandi veggjakrot í miðbænum.

3. Hollvinasamtök Sundhallarinnar - beiðni um styrk
Samþykkt samhljóða: Íbúasamtökin hafa ekki aðrar tekjur en styrki frá Reykjavíkurborg og eru þeir aðeins ætlaðir til fyrir fram skilgreindra verkefna sem samtökin standa að, svo sem opinna funda og sumarhátíðar. Því miður er því ekki hægt að verða við ósk um að veita styrk til Hollvinasamtakanna. Stjórnin bendir samtökunum á að sækja beint til Borgarinnar um styrk.

4. Önnur mál
Síðsumarhátíðin: Hátíðin var vel mjög sótt og börn, unglingar og foreldrar skemmtu sér vel. Veltibíll, húlla-skemmtiatriði, flugdrekasmíði og ísveisla var allt mjög vinsælt og virk þátttaka í því sem boðið var upp á. Markaðinn hefði þurft að kynna með betri fyrirvara. Nefndin sem hélt utan um hátíðina mun skila minnisblaði sem nýtt verður við undirbúning næstu hátíða. Einnig mun hún koma myndum og texta um hátíðina á framfæri við hverfisblaðið.

Nýir stjórnarmeðlimir: Rætt um að að tveir stjórnarmeðlimir hafi sagt sig úr stjórn. Ákveðið að ræða málið þegar Holberg og Margrét eru á stjórnarfundi. Fjallað var um að stefna að því að ÍMR verði í meira samstarfi við Foreldrafélag Austurbæjarskóla.

Skólaminjasafnið. Hollvinafélagi Austurbæjarskóla hefur verið tilkynnt að ekki verði lengur aðstaða fyrir starfsemina í skólanum. Því miður er því svo komið að safnið verður opið í síðasta sinn í skólanum næstkomandi laugardag.

Fundi slitið kl. 18:00.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is