ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 6. júlí 2009

Þann 6. júlí 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 17.00.

Mætt eru: Kári Halldór, Benóný, Magnús, Hlín, Halla og Lilja.

Á fundinum gerðist eftirfarandi:

1. Bréfi vegna hávaða fylgt eftir Magnús segir frá fundum með Heilbrigðiseftirlitinu og Júlíusi Vífil. Sú hugmynd kemur fram að eiga frumkvæði að fundi með hluteigandi yfirvöldum svo menn geti rætt saman í stað þess að vísa hver á annan.

2. Bergstaðastræti. Kári Halldór segir frá fyrirhuguðum framkvæmdum við Bergstaðastræti og mun senda frekari upplýsingar á stjórn. Frestur til athugasemda rennur út 6. ágúst og ákveðið er að sækja um lengri frest svo hægt sé að kynna sér málið betur.

3. Menningarnótt. Kynnt er bréf Höfuðborgarstofu um vöfflukaffi á menningarnótt, bréf verður sent á félaga og auglýsing sett upp á heimasíðu og fólk hvatt til að taka þátt. Hlín kynnir verkefni sem íbúar á Timburhúsareit hyggjast standa fyrir þar sem kynnt verður saga reitsins og húsanna.

4. Önnur mál. Auglýst breyting á deiliskipulagi við Ingólfstorg er rædd. Rætt er um ástand torgsins í dag og vonast er til að torgið verði líflegra með skertri bílaumferð.

Rætt er um hverfahátíð miðborgar og hlíða og aðkomu íbúasamtaka að málinu. Magnús og Benóný mæta á fund vegna þessa í ágúst og ákveðið er að setja upplýsingar inn á heimasíðuna.

Rætt er um fyrirhugaða fjölgun gistirýma í borginni en í dag liggja fyrir breytingar á deiliskipulagi víða svo byggja megi hótel eða hótelíbúðir. Ákveðið er að hvetja til greiningar á þeim fjölda sem til staðar er í dag á gistirýmum og þeim fjölda sem er í umsóknarferli í dag. Ljóst er að slík greining er nauðsynleg til að meta þörf fyrir fjölgun slíkra leyfa. Ákveðið er að Magnús skrifi bréf sem skorar á yfirvöld að vinna slíka úttekt.

Fundi var slitið kl. 18.40.

Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is