ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 3. mars 2022

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2021-2022.
Stjórnarfundur haldinn 3. mars 2022 kl. 20 í Spennistöðinni.

Á staðnum voru Sigrún Tryggvadóttir varaformaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson. Mætt á netinu: Ásdís Káradóttir, Einar Thorlacius og Margrét Einarsdóttir.

1. Aðalfundur
Ákveðið að aðalfundur ÍSM verði 28. apríl kl 20 í Spennistöðinni. Auglýsa þarf fundinn með 2 vikna fyrirvara. Kjósa þarf 2 aðalmenn og 4 varamenn í stjórn. Sigrún varaformaður og Guðrún ritari munu vinna drög að skýrslu stjórnar.

2. Fundur Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 22. febrúar sl.
Á fundinum var m.a. kynnt að Borgarstjórn hefði ákveðið að ÍSM og Foreldrafélaga vestan Snorrabrautar fái fasta fulltrúa í Íbúaráði Miðborgar og Hlíða. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun, enda er hún í samræmi við óskir ÍSM, sbr. fundargerð Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 22. febrúar 2022.

3. Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 22. febrúar sl. um frumvarp til laga um loftferðir
Í frumvarpinu er lagt til að skipulagsvald verði í auknu mæli fært frá sveitarfélögum til ríkisins. Einar mætti ásamt borgarlögmanni á fundinn og kom m.a. á framfæri að æskilegt væri að austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar verði gerð að aðalbraut en norður-suðurbrautin verði varabraut. Ef þetta verður að veruleika mun flug yfir Miðborginni minnka verulega.

4. Snjómokstur í hverfinu
Rætt um að óvenju snjóþungur vetur hefur valdið íbúum í hverfinu vandræðum eins öðrum á höfuðborgarsvæðinu.

5. Umferð strætisvagna um Barónsstíg, Egilsgötu og Bergþórugötu
Sigrún og Einar taka að sér að skrifa stjórn Strætó og bera fram kvörtun vegna hraðaksturs bílstjóra vagnanna innan hverfisins og spyrjast fyrir um hvort núverandi akstursleið sé til bráðabirgða.

6. Verslun ÁTVR flutt úr miðbænum
Einar tekur að sér að senda ÁTVR nýja ályktun þar sem mótmælt er að engin áfengisverslun verði í Miðborginni. Einnig mun hann fylgja málinu eftir m.a. með fyrirspurn til formanns Umhverfis- og skipulagsráðs og í framhaldinu rita stutta grein um málið í Hverfisblaðið.

7. Hverfishátíð í Spennistöðinni
Umræðum og ákvörðun frestað til næsta fundar.

8. Önnur mál
Djúpgámar. Sigrún varaformaður tekur að sér að sér að spyrjast fyrir á fundi Íbúarásins hver séu næstu skref í dúpgámvæðing í hverfinu. Þar sem hverfið er það elsta og þéttbýlasta í  borgarinnar er á mörgum stöðum miklir erfiðleikar með ruslatunnur og því nauðsynlegt að borgin hugi sérstaklega að því að flýta því að koma hér upp djúpgámum.
Margrét ræddi um vanda vegna rusls í undirgöngum við Snorrabraut og á göngustíg þar í grennd. Hún mun leggja fram bréf um málið sem fylgt verður eftir á fundi Íbúaráðs.

Fundi slitið kl. 21:15.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is