ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 29. nóvember 2011

Íbúasamtök miðborgar. Stjórnarfundur 29. nóv. 2011, haldinn á Klapparstíg 1A, kl: 17:30. Þetta er fyrsti fundur nýrrar stjórnar.

Mættir eru: Magnús, Benóný, Guðrún, Bergþóra Halla, Stefán, Sverrir, Fríða Björk, Ingvar og Hlín sem ritar fundargerð.

1 - Benóný segir frá árlegum upplýsingafundi með lögreglu, borgarfulltrúum og fulltrúa íbúasamtakanna og foreldrafélags Austurbæjarskóla. Fundurinn var haldinn 28. nóv. og mættu Benóný og Magnús, fyrir hönd íbúasamtakanna og foreldrafélagsins. Formaður Hverfisráðs, Ottó Proppe, sat einnig fundinn.

Meginefni fundarins var kynning á ársskýrslu Lögreglunnar, sem tók um eina klst. með gröfum sem sýndu öll brot sem framin voru á árinu, fjölda líkamsárása ofl. Miðborgin toppar allt varðandi ofbeldi, skemmdirog þjófnaði. Kúrfan fer lækkandi, það er fækkun á glæpum, ofbeldi og innbrotum. Farið var yfir þau tölfræðilegu markmið sem lögreglan hefur sett sér. Á fundinum voru vaðstjóri, aðstoðar lögreglustjóri og aðalvarðstjóri.

Lögreglan telur að sú litla stytting á opnunartíma veitingastaða sé til bóta. Stytting opnunartíma um hálfa klukkustund til viðbótar tekur gildi um áramótin. Borgarráð ræður opnunartíma veitingastaða. Á sínum tíma var Hverfisráð miðborgar ekki sérlega áhugasamt um styttingu opnunartímans.

Hvernig er um erindi sem eru kærð til ráðuneita, heyrst hefur að biðtími geti verið allt að 9 mánuðir. Lögin eru eins og gatasigti að margra mati og fór Magnús ásamt Stefáni Lögreglustjóra á fund Innanríkisráðherra til þess að ræða úrbætur. Það var að heyra á ráðherra að hann hefði vilja til að gera eitthvað í málinu.

Sjórn veltir fyrir sér hvort æskilegt væri setja aftur á laggirnar næturvakt hjá Héraðsdómi og taka upp beinar sektir og dóma.

Hávaðamál ofl. friðhelgi einkalífsins sbr. grein Róberts Spano varðandi hellisheiðarvirkjun og íbúa Hversgerðis.

Ákveðið að formaður skrifi bréf fyrir hönd stjórnar til þess að spyrjast fyrir um stöðu leyfismála Monaco og Monte Carlo.

Nú er tekinn til starfa nýr Byggingarfulltrúi, Björn Emilsson.

Rætt um að fá Hjálmar Sveinsson á stjórnarfund eftir áramót, til að ræða skipulagsmál. Hann hefur lýst áhuga á að hitta stjórn Íbúasamtakanna.

Fleiri mál ekki rædd og fundi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is