ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 24. janúar 2012

Íbúasamtök miðborgar.Stjórnarfundur haldinn á Klapparstíg 1A, kl: 17:30

Mættir eru: Magnús, Guðrún, Benóný, Sverrir, Hlín sem ritar fundargerð. Sérstakur gestur, fyrrverandi stjórnarmaður, Gylfi Kristinsson.

1- Skipulag opins stjórnarfundar 7. febrúar um borgarvernd. Fundurinn verður haldinn að Skúlagötu 21. Hjálmar Sveinsson mun kynna borgarvernd og skipulagsmál einnig verður kynnt staða á gerð aðalskipulags Reykjavíkur.

2 - Svarbréf frá Heilbrigðiseftirlitinu lesið. Stjórnarfulltrúum finnst svarið frekar hrokafullt. Stjórn hefur fullan hug á að senda Heilbrigðiseftirlitinu viðeigandi svarbréf.

3 - Stjórn fer yfir málefni Tjarnargötu 46 og leyfi sem veitt var til að starfrækja þar heimagistingu. Íbúar nærluggjandi húsa mjög ósáttir og hafa leitað réttar síns. Þeir vitna m.a. í reglugerð um leyfisveitingu þar sem segir að heimagisting sé starfrækt á heimili leigusala, sem skuli hafa þar búsetu.

4 - Spennistöðin á lóð Austurbæjarskóla. Birgitta Bára formaður foreldrafélags Austurbæjarskóla hefur fundað með Hrólfi Jónssyni og Degi B. Eggertssyni. Nauðsynlegt að koma þessu máli á eitthvert plan til að tryggja því framgang. Það var búið að gera allt í góðan tíma fyrir afgreiðslu á fjárhagsáætlun borgarinnar og var Benóný buínn að senda fyrirspurn varðandi það hvort þetta mál færi inn á framkvæmdaráætlun borgarinnar. Íbúasamtökin hafa sent formlegt bréf og skipuð var fimm manna nefnd sem skilaði tillögu. Magnús gerði frumdrög að innra skipulagi hússins og arkitekt borgarinnar var inni í málinu. Stjórnin samþykkir að senda fyrirspurn til Dags B. Eggertssonar og athuga hvar málið er statt.

5 - Prikið. Benóný sem hefur af eigin frumkvæði verið í bréfaskriftum við byggingarfulltrúa. Málið snýst um óleyfisframkvæmd á lóð með byggingu á svölum í portinu en þar er áfengi veitt utandyra á kvöldin. Veldur þetta íbúum í nágrenninu miklum óþægindum og háfaðinn hindrar svefn íbúa. Ákveðið að gefa Byggingarfulltrúa mánaðartíma til að senda svar við fyrirspurninni.

6 - Snjómál. Búið er að skipa nefnd á vegum borgarinnar. samkvæmt handbók borgarinnar á að riðja gönguleiðir innan ákveðins tíma. Magnús mun hafa samband við nefnd á vegum borgarinnar til að fylgja þessum málum eftir.

Fleiri mál ekki rædd og fundi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is