ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22. október 2013

Haldinn á Bergþórugötu 4 kl. 17:30

Mættir eru Sverrir, Guðrún, Bergþóra Halla, Benóný, Magnús og Hlín sem ritar fundargerð.

1- Aðalfundur samtakanna, fyrirhugaður 26. nóv, undirbúningur og skipulag.

2- Umræða um fund með íbúasamtökum á höfuðborgarsvæðinu, sem var haldinn að frumkvæði stjórnar Íbúasamtaka miðborgar í byrjun október. Niðurstaða þess fundar er að halda áfram samvinnu um mál sem eiga sameiginlegan snertiflöt eins og samskipti við yfirvöld, stefnt að því að mynda samstarfshóp.

Benóný ritaði fundargerð fundarins.

3- Fundur með Borgarstjóra. Sverrir og Benóný fóru á fund Borgarstjóra til að ræða Skólavörðustíg 40 og önnur mál. Hvort ekki væri tilefni til að borgin beitti sér fyrir breytingu á lögum um veitingahús, fram kom áhugi Borgarstjóra á að létt verði á hömlum á að opna veitingastaði í hverfum utan miðborgar.

4- Rætt um að efna til íbúaþings um skipulagsmál, að íbúasamtökin fari á undan með umræðuna í stað þess að bíða eftir að vera kölluð til.

5- Betri Reykjavík og hverfispotturinn, dúsur eða raunverulegt svar við óskum íbúa? Athyglisverður samanburður er að Miðborgin fékk 22 milljónir en 18 milljónir fóru í Hofsvallagötuna.

6- Gistiskýlið á Frakkastíg, fá frekari upplysingar. Hvað verður um starfsemina sem var í húsnæðinu áður?

Ekki voru fleiri mál rædd og fundi slitið kl. 18:30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is