ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 3. maí 2012

Mættir: Magnús, Sverrir, Benóný, Guðrún, Stefán, Hlín, sem ritar fudargerð.

1- Bréf til Borgarstjóra sent út en engin viðbrögð komin enn. Erindið var rætt á Hverfisráðsfundi og mun Hverfisráð boða Júlíus Vífil á sinn fund til að fjalla um málið. Júlíusi gengur illa að ná nefndinni saman. Eina breytingin sem komin er varðar hálftíma styttingu á opnunartíma veitingahúsa. Málið er í gangi og mikilvægt að halda því vakandi.

2 - Fundur í Hverfisráði. Magnús, Benóný og Kolbrún frá Bílastæðissjóði voru á fundinum. Spurt var um jafnræðisregluna og sama rétt allra íbúa Reykjavíkur. Deiliskipulagið takmarkar rétt íbúa miðborgarinnar. Spurt hvort ekki sé hægt að koma við jöfnum rétti allra borgara óháð búsetu innan borgarmarkanna. Álitamál hvort hólfaskipting borgarinnar sé í anda jafnræðisreglunnar.Guðbrandur, hjá umferðadeild lögreglunnar tók jákvætt í að endurskoða hólfaskiptinguna t.d. stækkun hólfa og aukið flæði. Helsti ávinningur þessa fundar er að mati þeirra stjórnarmanna sem fundinn sátu að loksins var talað við okkur, þ.e. íbúa miðborgarinnar.

3 - Rætt um fund með Orkuveitunni sem fór í dag 3.maí. Ómar, sviðsstjóri ITR, Benóný, Magnús og Birgitta Bára, formaður foreldrafélags Austurbæjarskóla voru á þessum fundi. Hús Orkuveitunnar á lóð skólans var til umræðu og ætlar Ómar að leggja sameiginlega tillögu stjorna íbúasamtakanna og foreldrafélagsins fyrir ráð ITR í næstu viku. Meðal þeirra gagna sem lögð voru í hendur Ómars, var kostnaðar´ætlun og drög að nýtingu rýmissins.

4 - Dagsektir. Hjá Byggingarfulltrúa er fjöldi mála, varðandi ófrágengnar lóðir, sem bíða úrlausnar. Athugasemdir stjórnar og umhvartanir hafa ekki enn komist á dagskrá.

Fundi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is