ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 1. nóvember 2011

Íbusamtök miðborgar. Stjórnarfundur 1. nóvember 2011 kl. 17:30

Á fundinn eru mættir: Magnús, Benóný, Guðrún, Sigríður, Fríða Björk og Hlín sem ritar fundargerð.

1 - Helstu umræður fundarins snúast um íbúaþingið sem halda á næstkomandi laugardag þann 5. nóv. Íbuaþingið verður haldið í matsal Tækniskólans ( Iðnskólanum) kl. 11:00 - 14:00. Unglingadeild Austurbæjarskóla sér um kaffiveitingar.

Á dagskrá verða eftirfarandi framsöguerindi:

  1. Samgöngur og umferðaöryggi: Kári Sölmundarson.
  2. Umhverfi og útivist. Torg og Klabratún, gönguleiðir út í Valsheimilið. Borghildur - hópur ungra arkitekta hefur unnið forvitnilegt og spennandi verkefni um borgarumhverfið þ.á.m. endurvakningu torga eins og Óðinstorgs og Káratorgs.
  3. Skóli og frístundir. Fjllað um gerð félagsmiðstöðvar í spennustöðinni á lóð Austurbæjarskóla, rýnihópur ungmenna sem hafa alist upp í hverfinu, lýsir sjónarmiðum sínum. Aðstöðu til íþróttaiðkana skoðuð.
  4. Íbúalýðræði. Skoðað hvaða aðgang íbúar hafi að kjörnum fulltrúum hjá Borginni.
  5. Veggjakrot og Draugahús, hvað er til ráða.

Framkvæmd fundarins verður á þann hátt að fyrst eru framsöguerindi í 45 mín. Hópavinna á borðum verður síðan í framhaldi af framsöguerindum og eru ætlaðar 60 mín til að forma spurningar til fulltúa Borgarinnar í pallborði.

Reiknað er með því að hverfisráðið greiði fyrir leigu á aðstöðu til þessa íbúaþings. Meðfylgandi er tilkynning um fundinn sem var send út:

Málþing um miðborgina sem íbúahverfi

Íbúasamtök miðborgar, foreldrafélög leik- og grunnskóla í miðborginni og Hverfisráð miðborgar efna til málþings um miðborgina sem íbúahverfi laugardaginn 5. nóvember nk. Á málþinginu verður hugað að innri málum hverfisins og því hvernig hægt er að bæta það sem íbúabyggð. Rætt verður um aðstöðu barna og unglinga, fjölskyldna og eldri borgara, aðstöðu til félagsstarfs, leiksvæði og umferðaröryggi, um almannarými og annað sem á íbúum brennur. „Stóru málin” eins og flugvöllurinn, hátæknisjúkrahúsið, næturlífið og hinn eilífi bílastæðavandi fá frí í þetta sinn enda hafa þessi mál verið margrædd á öðrum vettvangi. Það er vert að minnast þessa að í íbúakosningu 2009 settu íbúar í miðborginni verkefnaflokkinn Umhverfi og útivist efst í forgangsröðina og hér gefst tækifæri til að fjalla þau mál.

Í miðborg Reykjavíkur búa 8618 manns. Búseta í miðborginni er að ýmsu leyti frábrugðin því sem er í öðrum hverfum enda þurfa miðborgarbúar að deila sínu hverfi með öðrum Reykvíkingum og reyndar landsmönnum öllum. Í miðborginni eru stofnanir, verslanir, gistihús og veitingastaðir og fjöldi fólks sækir hana heim til að reka ýmis erindi, njóta menningar og skemmta sér. Það er ekkert leyndamál að íbúum finnst þeir vera fremur aftarlega á merinni þegar kemur að því að forgangsraða málum miðborgarinnar og aðrir „hagsmunaaðilar” eins og t.d. verktakar, verslunareigendur og kráreigendur eiga auðveldara með að koma sínum málum fram en íbúarnir.

Málþing um miðborgina sem íbúahverfi verður haldið laugardaginn 5. nóvember í matsal Tækniskólans kl. 11-15. Það hefst á stuttum framsöguerindum um helstu umfjöllunarefni þingsins en að þeim loknum fara fram umræður í hópum. Helstu umfjöllunarefni verða samgöngur, umferðaröryggi, umhverfi, útivist, skóli, frístundir og íbúalýðræði. Í umræðuhópunum verða formaðar þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjörna fulltrúa í Reykjavíkurborg sem sitja munu í pallborði.

Við hvetjum alla íbúa miðborgarinnar til að mæta á málþingið og láta í ljós skoðun sína á því hvernig þeir vilji að búseta í miðborginni þróist. Ennfremur að láta orðið berast til nágranna, á Fésbókinni, Tístinu og hvar sem því verður við komið. Við viljum hvetja skóla, leikskóla, foreldrafélög og aðra til að senda þessa kynningu áfram á póstlista sína. Við munum í næstu viku senda út nákvæmari dagskrá sem við viljum að þið dreifið sem víðast. Einnig munum við senda út auglýsingar og óskum eftir liðsinni ykkar til að þær verði hengdar upp á lykilstöðum í hverfinu og hugsanlega dreifimiða sem við þurfum aðstoð við að bera út. Öll aðstoð er vel þegin og þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til geta haft samband við Benóný Ægisson í netfanginu benaegis@simnet.is eða við Birgittu Báru Hassenstein í netfanginu birgittabara@simnet.is

2 - Fríða spyr um Monte Carlo og Monaco, hvort niðurstaða sé komin varðandi veitingu áframhaldandi veitigaleyfis. Engin niðurstaða er komin í það mál og mun Magnús senda fyrirspurn til Stefáns Eiríkssonar Lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðissins. Fleiri mál voru ekki rædd og fundi slitið kl. 18:30.

Meðfylgandi er fyrirspurn Íbúasamtakanna vegna Monte Carlo og Monaco og svar Lögreglustjóra.

Reykjavík 1.12. 2011

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
Lögreglustöðinni við Hlemm
105 Reykjavík

Mál: Fyrirspurn um rekstrarleyfi veitingahúsanna Monte Carlo og Monaco.

Ágæti lögreglustjóri Stefán Eiríksson!

Á lista Lögreglunnar yfir veitingahús með rekstrarleyfi er ekki að finna ofangreind veitingahús sem þó virðast vera í fullum rekstri.

Stjórn Íbúasamtakanna fer vinsamlega fram á upplýsingar hvernig þessum málum er háttað.

Með góðri kveðju

f.h. Íbúasamtaka miðborgar
Magnús Skúlason formaður

Afrit: Borgarstjóri/Borgarráð
Hverfisráð miðborgar

Svar við fyrirspurn íbúasamtakanna bars um hæl:

2011/12/2

Sæll og blessaður,

Umræddir staðir eru með bráðabirgðaleyfi þar sem umsókn þeirra um endurnýjun er enn í vinnslu.

Með kveðju,

Stefán Eiríksson.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is